Styrktarumsókn

Hér getur þú sótt um styrk til eflingar geðheilbrigðis ungs fólks á Íslandi.

 

Úthlutun úr sjóðnum fer fram 1. júní ár hvert og er hægt að sækja um styrk að hámarki einni milljón króna. Matsnefnd fer að lokum yfir allar umsóknir og ákveður hvaða hugmyndir verði skoðaðar nánar, að lokum munu svo bestu hugmyndirnar fá styrkveitingu.

Allir geta sótt um styrk úr sjóðnum, sama hvort hugmyndin sé að skrifa barnabók eða að leigja sal undir fræðslufundi, eina skilyrðið er að hugmyndin stuðli að bættri geðheilsu ungmenna á Íslandi. Næstu tvo mánuði er opið umsóknarferli hér á síðunni og viljum við hvetja alla til að koma sinni hugmynd á framfæri, sama hver hún er og sama hversu langt hún er komin.