Um málefnið

Tölfræðin

Um 20-25% kvenna og 7-12% karla upplifa einhvern tímann á lífsleiðinni alvarleg einkenni þunglyndis

Meðal karla er þunglyndi algengast frá 18 ára til 34 ára aldurs en lækkar með auknum aldri

Meðal ungra karla er sjálfsvíg algengasta dánarorsökin. Um 90% þeirra sem fremja sjálfsvíg glíma við geðsjúkdóm á verknaðarstundu og 60% glíma við þunglyndi.


Hvað get ég gert?

Reyndu að sætta þig við eigin tilfinningar, reyndu að þekkja líkamlegu viðbrögð þín við tilfinningunum.
Reyndu að bera kennsl á og aðskilja mismunandi tilfinningar, tjáðu tilfinningar þínar, hlustaðu á aðra.

Umkringdu þig með jákvæðum og traustum einstaklingum.
Hugleiddu, skrifaðu tilfinningar þínar niður.
Hreyfðu þig, borðaðu hollt.

Leitaðu þér faglegrar aðstoðar ef þörf er á.

#Allirgráta

Samkvæmt Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) er þunglyndi fjórða helsta ástæða þjáninga og örorku almennings í dag.

Markmið okkar er að bæta líðan Íslendinga; þá sérstaklega ungra karlmanna; með því að hvetja almenning til að vera óhræddur við að tjá tilfinningar sínar.

Til að ná markmiðum okkar höldum við fyrirlestra í skólum, bjóðum efni aðgengilegt á netinu og í prentformi sem veita upplýsingar um málefnið.

Stjórn #Allirgráta

Aron M. Ólafsson
Aron M. Ólafsson
Formaður #Allirgráta - Leiklistarnemi
Orri Gunnlaugsson
Orri Gunnlaugsson
Meðstjórnandi #Allirgráta - Viðskiptafræðinemi
Hildur Skúladóttir
Hildur Skúladóttir
Meðstjórnandi #Allirgráta - Sálfræðinemi

Ýmislegt

#Allirgráta tekur á móti styrktarumsóknum sem stuðla að bættu geðheilbrigði ungs fólks. Kynntu þér málið.

Fréttir